Svo gat ég farið að sjá tvær myndir á degi 5.
Fyrsta myndin var bandaged. Ég veit ekki alveg hvað ég á segja um hana. Fyrstu 10 mínúturnar sem ég sá voru alveg drepleiðinlegar og enskan næstum óskiljanleg. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sofna í bíó, steinsvaf út næstum því alla myndina og samkvæmt öllum sem ég heyrt frá um þessa mynd er ég ekkert svekkt yfir því.
Seinni myndin er svo allt annað mál, Stingray Sam!!!
Las í Riff bæklingnum að þetta væri vísindaskáldsögulegur geimvestri OG söngleikur.
Þessi mynd var svo mikil snilld.
Hún var gerð þegar leikstjórinn, Cory McAbee var beðinn um að gera myndir sem væru góðar fyrir ipod og síma. Hann skipti henni í 6 þætti sem McAbee sagði í Q&A eftir myndina væri hentugt fyrir fólk sem væri að horfa á hana á ferðalögum.
Myndin er með snilldar tónlist og er bara einn stór skammtur af sýru. Cory McAbee leikur síðan sjálfur aðalhlutverkið. Það var síðan gaman að heyra í Q&A-inu í lokin hvernig hann valdi í hitt aðalhlutverkið, Quasar kid leikinn af Crugie, eða eins og hann orðaði það: "I could hire a professional actor who would do a good
job or I could hire Crugie who would do an interesting job."
Daginn eftir fór ég svo að sjá aðra mynd eftir McAbee, American Astronaut sem er líka vísindaskáldsögulegur geimvestri og söngleikur.
Þessi mynd var gerð, minnir mig, 10 árum á undan Stingray Sam. Söguþráðurinn er álíka mikil sýra og hin myndin og tónlistin mjög góð. Það sem algjörlega festi mig inn í myndina og alla aðra í salnum held ég var samt byrjunaratriðið. Ég ætla samt ekkert að vera fara í söguþráðinn hér en ef þú heldur að vísind
askáldsögulegur geimvestri og söngleikur sé heillandi þá verðuru að sjá þess mynd. Annað sem mér fannst skemmtilegt við þessa mynd var hvernig hún var ekkert að svara öllum spurningum sem komu upp. Allir karakterarnir þekktust og það var ekkert verið skýra hvernig. Það var líka gaman hvernig öll sviðsmyndin, þá sérstaklega atriðin út í geimnum, voru öll handteiknuð. Gerði hana mjög áhugaverða.
Mæli hiklaust með henni, er líka að hugsa um að stofna Cory McAbee fanclub.