Friday, April 16, 2010

Secondhand Lions

Secondhand Lions fjallar um hinn 13 ára gamla Walter sem hefur ekki átt auðvelda ævi. Hann dregst út allt með lauslátri móður sinni sem endar alltaf með einhverja menn sem eru algjörir aumingjar. Eitt sumarið, áður en hún leggur af stað í að leita að enn einum eiginmanninum skilur Walter eftir hjá tveim gömlum frændum sínum sem hann hefur aldrei hitt áður. Það eru bræðurnir Hub og Garth. Þeir eru frægir í ættinni og hjá fólkinu í sem býr í sveitinni í kring fyrir að hafa horfði í mörg ár og gengur um sá orðrómur að þeir hafi snúið aftur með gríðarmikil auðæfi. Mamma Walters vonast einnig eftir því að ef hún skilji strákin eftir hjá þeim geti hann komið sér í mjúkinn hjá frændunum og fundið peningana. Frændurnir tveir eru í fyrstu tregir til þess að taka við stráknum, en þeir venjast honum fljótt og þeim byrjar að semja vel. Garth byrjar svo að segja Walter frá villtri æsku hans og Hub sem er ævintýri líkust. Þegar mamma hans snýr svo aftur verður Walter að gera upp við sig hvers konar maður hann vill verða og taka stjórn á eigin lífi.

Þessi mynd kom mér mjög skemmtilega að óvart. Söguþráðurinn er frekar basic og eitthvað sem maður hefur oft séð áður en myndin er skemmtileg og ein af þeim sem manni líður vel af eftir að hafa horft á hana.

Frændurnir tveir Hub og Garth eru leiknir af Robert Duvall og Michael Caine. Þessi tveir sýna algjöran snilldar leik sem tveir jaxlar sem eru komnir af sínum bestu árum. Það erfðista sem þessi tveir upplifa í myndinni er hugmyndin um að verða gamlir og gagnslausir. Þetta hvetur á í stunda alls konar áhættu sama hluti, eins og að skjóta sölumenn sem dirfast að komast nálægt búgarðinum þeirra. Eða kaupa ljón til þess að veiða það og byrja slagsmál við hættuleg ungmenni. Þeim er alveg sama um heilsuna og ef það eitthvað sem þeir þola ekki eru það ágengir ættingjar. Sem er það sem þeir halda í fyrstu um Walter. Samkiptin á milli þeirra í fyrstu mjög stirð og frændurnar hafa ekki hugmynd um hvað þeir eigi að gera með krakka á heimilinu. Þeir vilja ekkert tala um árin áður en þeir settust að á fjölslyldubúgarðinum en þegar þeir að venjast hvor öðrum byrjar Garth að segja Walter frá ævintýrum hans og Hub.

Yngri ár Garths og Hub, sem Garth talar yfir, eru sýnd í skemmtilegum flashbacks. Þetta eru skemmtilega barnsleg brot þar sem þeir eru hetjur sem mæta all kyns illmenum og það er varla hægt að trúa neinu af þessu. Garth segir Walter líka frá Yasmin sem var eina sanna ástin hans Hubs.

Þrátt fyrir að bræðurnir séu báðir mjög ævintýragjarnir þá hafði Hub alltaf meiri þörf fyrir þau heldur en Garth. Garth var yngir bróðirnn sem var alltaf meira í því að fylgja eldri bróður sínum eftir. Það er líka augljóst að Garth er miklu opnari manneska-ja enn bróðir sinn þegar hann sest niður með Walter og segir honum sögurnar.

Það er gaman fylgjast með hvernig þeir breytast samt báðir með komu Walters. Þegar þeir finna meiri tilgang í lífinu og finna ekki lengur fyrir sama gagnleysi og áður.

Walter er leikinn af Haley Joel Osment sem flestir þekkja úr The Sith Sense. Hann verður líka fyrir miklum breytingum eftir að hann flyst til frænda sinna. Í byrjun myndarinn er hann óhamingjusamur krakki sem hefur kastað hingað og þangað af sjálfselskri móður sinni. Hann treystir engum, sérstaklega ekki móður sinni sem lýgur í sífellu að honum. Meira segja þegar hún segir að hann sé að fara til tveggja frænda sinna þá trúir hann henni ekki því hann hefur hitt fullt af “ættingjum”. Þegar kemur svo á búgarðinn er hann í fyrstu mjög óöruggur og mjög ósáttur með að hafa verið skilinn eftir þarna. En fljótt fara gömlu karlarnir þó hafa góð áhrif á hann og í fyrsta skipti á ævinni hefur hann fullorðið fólk í lífi sínu sem hann getur treyst. Breytingar sem við sjáum á honum í myndinni eru ótrúlega miklar. Með tímanum sjáum við hann í sífella brosa meira hvernig fer að breytast úr krakka í ungan mann.

Þó að það skyggi pínu á leik Osment að vera með svona stóra leikara á mótir sér er hann virkilega góður. Hann passa mjög vel í hlutverkið á ungum strák sem era ð breytast í fullorðinn mann. Stundum grætur eins og barn en á hinum stundunum sýnir hann rósem sem fullorðin maður myndi búa yfir.

Þessi mynd er allt í allt mjög skemmtun. Hún hljómar í fyrstu eins og algker klisja en hún er virkilega góð.

Dómur um fagið

Það sem mér fannst takast best á þessu námskeiði voru tímarnir á miðvikudögum. Það var ekki bara af því að við vorum að horfa bíómyndir heldur vegna þess að þetta voru myndir sem mér hefði annars aldrei dottið í hug að horfa á. Að fá að sjá myndir frá bæði mismunandi tímum og heimshlutum, hefði verið gaman ef einni bollywood mynd hefði verið bætt inn líka. Það sem hefði getað bætt upp hina tíma var að það hefðu getað verið fleiri verkefni í tímunumtil þess að brjóta upp kennslustundirnar og leyfa efninu aðeins að síast inn. Það var mjög fínt fyrir jól, þegar við vorum með klippiæfingarnar og handritin, en núna eftir áramót var ekki mikið af verkefnum í tíma. Þar er kannski erfitt að reyna koma inn einhverjum verkefnum inn í tímana þegar það er verið að fara yfir kvikmyndasögu. Ég er þá helst að meina að gera fleiri verkefni þar sem við erum að teikna inn og staðsetja myndavélina. Við fóum oft yfir hvernig ætti að gera það en fannst við ekki gera nógu mörg verkefni sjalf úr því miðað við hvað það gildir stóran hluta að lokaprófinu. Skemmtilegasti hlutinn af námskeiðinu var samt kvikmyndasagan mér fannst ég læra mest af honum, það er, að fá svona gott yfirlit yfir söguna útskýrði mikið hvernig ákveðnar stefnur þróuðst, og áhrifin sem leikstjórarnir sem við læðrum voru að fá hverju sinni. Ef það væri hægt væri að gaman að fara meira í kvikmyndasöguna.

Þegar ég byrjaði á námskeiðinu hafði ég þær að væntingar að vita meira um hvernig kvikmyndaferlið færi fram, frá handriti og á hvíta tjaldið. Það fengum við allt bæði í tímum og þegar leikstjórarnir komu í heimsókn og gátu lýst öllu ferlinu frá eigin reynslu. Einnig vildi ég sjá fleiri gamlar bíómyndir sem við fengum að sjá nóg af líka, eins og The General og Citizen Kane.

Varðandi stuttmyndirnar þá væri alveg gaman að bæta einni í viðbót við en það þyrfti þá aðeins að breyta skipulaginu í kringum hinar 3. Það sem bætti fyrst og fremst bæta það er skilafresturinn. Hann þarf að vera strangari. Ef allir væri búnir að skila á ákveðnum degi þá væri kannsi tími til þess að gera eina í viðbót. Það þyrfti að vera betra skipulag í kringum það hvenær hver hópur á að vera með myndavélina og klippitölvuna, ég held að það gæt virkað vel að láta hana ganga á mili hópanna og hafa betur skilgreinda dagana um hvenær hver hópur ætti að hafa græjurnar. Ef heimildamyndinni hefði verið skilað fyrir jól þá hefði verið tími fyrir eina mynd í viðbót eftir jól. Þá hefðum við reyndar þurft að byrja strax á lokaverkefninu eftir hana ef við ætluðum að klára hana fyrir próf. Ég reyna líka mjög hlynnt hugmyndinni um að klára hana fyrir páska upp á íslensku prófið gera. En aðalatriðið er að vera harðari á skiladögum.

Uppröðunin á efninu er fín eins og hún er að mínu mati. Það er betra að hafa skemmtilegra efnið eftir jól þegar stúdentsprofin eru að nálgast. Mér finnst líka þægilegra að hafa kvökmyndasöguna svona nálægt prófinu svo það sé léttara að rifja hana upp.

Annars er ég bara frekar sátt með allt annað í faginu.

Með bloggin þá gæti þau kannski verið metnaðarfyllri ef það væri gefin upp einhver lágmarks lengd og meri útskýringa um hvað á koma fram. Komentin eru góð hugmynd, þá myndi fólk leggja meiria í sín eigin blogg og einnig fara lesa meira hjá öðrum.

Thursday, April 15, 2010

The Hurt Locker

The Hurt Locker fjallar um sprengjuleitarsveitina, Bravo Company, sem samanstendur af sprengjusérfræðingnum Will James, JT Sanborn og Owen Eldridge sem eru staðsettir í Baghdad og þegar myndin byrjar eiga þeir 39 daga eftir í þjónustu. Sagan hefst þegar Will James kemur nýr inn til að stjórna í Bravo Company eftir að forveri hans fórst í sprengu sem mistókst að aftengja. Fljótlega kemur í ljós fyrir Sanborn, sem er maður sem fylgir reglunum, og Eldridge, sem hefur stöðugar áhyggjur að einhver muni slasast á hans vakt, að James er sama um öryggi félaga sinna svo lengi sem hann fái að upplifa spennuna sem fylgja því að aftengja sprengjur. Aðferðir þessa nýja yfirmanns þeirra eru ekki alveg þær sömu og hjá þeim en þeirra mesta löngun era ð klára Íraks túrinn og fara aftur heim á meðan James þrífst á spenunni og æðir út í allar hættur sem hann sér.

Þeir verða þó að reyna vinna sem best saman í þessu fjandsamlega umhverfi þar sem allt getur verið og sprengja og þú veist aldrei hvort fólkið í kringum þig eru óvinir eða sakleysingjar,

Ég er ekki alveg viss með hvort ég sé sammála þessum frábæru mótökum sem þessi mynd hefur fengið. Þetta er mynd sem lofsamar bandaríska herinn og gagrýnndur keppast um að hrósa henni.

Jeremy Renner er reyndar mjög góður í sínu hlutverki sem spennufíkill sem getur hvergi virkað annars staðar nema í stríði. Við sjáum mjög fljótt að hann er algörlega háður spenunni sem fylgir starfinu hans meðan allir aðrir í kringum hann eru að reyna einbeita sér af því að lifa af. Á meðan flestir hermenn hafa hengdar upp myndir af vinum og fjölskydu hefur hann stórt safn af sprengjukveikjum undir rúminu sínu. Við komumst samt að því að hann á bæði konu og barn heima sem hann minnist ekkert nema eitt kvöld þegar hann er fullur og enginn í kringum hann skilur hvernig hann getur verið að heim frá þeim. Í rauninni er konan aðeins hjá honum því hann er í hernum og vill ekki fara frá honum meðan hann er í þjónustunni og er með þessu að sýna honum einhverja tryggð. James sýnir annað slagði smá löngun til þess að bæta samband þeirra en hann er orðinn nær óhæfur í öllum öðrum samskiptum sem fara fram fyrir utan vígvöllinn. Þegar hann klára skyldu sína og er sendur heim er mjög áberandi í hverju einasta atriði hversu illa hann finnur sig þarna. Valkostirnir sem hann stóð frammi fyrir í stríðinu snerust upp á líf eða dauða og þar virkaði hann vel en þegar við sjáum hann heima hjá sér að sinna venjulegum húsverkum eða versla í matinn er allt líf horfið úr honum.

Mér fannst myndin vera mjög svart-hvít þegar kom að samskiptum bandaríkjanna við íraka. Bandaríkjamenn voru sýndir sem hinir góðu og hugrökku en allir aðrir annað hvort vondir eða gjörsamlega gagnlausir. Þetta gerði myndina frekar óraunverulega á köflum, sérstaklega í einu atriðinu þegar breskir SAS sérsveitarmenn eru að berjast með þeim Bandarísku og þeir bresku eru annað hvort skotnir eða þeir flýja á meðan miklu óreyndari bandarískir hermenn ná að skjóta níður alla vondu gaurana. Þetta er frekar ótrúverðugt miðið að sem maður heyrir um SAS menninina. Ég las líka hvað hermenn höfðu að segja um þessa mynd og það var einn sem hafði eitthvað í kringum 10 ára reynslu og hann gat ekki drullað nóg yfir það hvernig hermenn voru sýndir í myndinni. Til að byrja með sagði hann að engir SAS menn hefðu geta klúðrað færinu sem þeir voru í. Svo gagngrýnir hann líka að Bravo Company fékk bara að hlaupa frjáls út um allt án þess að þurfa halda sambandi við nokkurn. Ég pæli yfirleitt aldrei í því hvort myndir séu raunverulegar eða ekki en gerði það núna þar sem þessi mynd gerir í því að hafa skot sem líta út eins og sé verið að taka upp heimildarmynd. Einnig var stór hluti að hrósinu sem þessi mynd fékk var að hún sýndi hvernig ástandið er í Írak. Það er greinilegt að flestir hermennirnir eru ekki sammála því.

Annað sem gerði þessi mynd frekar ótrúverðuga var að á köflum líktist hún bara venjulegir hasarmynd eins og í einu atriðinu þegar einn hermaðurinn sprengdi bíl með einu byssuskoti og slökkti svo í honum með einu litlu slökkvitæki.

Sviðsetnining er mjög vel gerð og raunveruleg, þótt sum atriðin séu það ekki, enda var myndin tekin upp í Jórdaníu.

Allt í allt var þetta allt í lagi mynd. Hún er ekki eins frábær og óskarsnefndin vill meina að mínu mati.

Wednesday, April 14, 2010

The Blind Side

Myndin er byggð á sögu Michael Oher, atvinnumaður í NFL-deildinni. Heimilislaus svartur unglingur sem veit ekkert hver faðir sinn er og mamma hans er krakkfíkill. Michael hefur ekki hlotið neina almennilega menntunog kemst eiginlega fyirir eintóma heppni inn í Wingate skóla sem er kristinn skóli. Þar kynnist hann Leigh Anne Tuohy sem tekur hann inn á heimili sitt og fjölskyldu sinnar þar sem Michael fær tækifæri til þess að mennta sig og komast lengra áfram í lífinu en hann nokkurn tíma ímyndað sér. Michael Oher er leikinn af Quintin Aaron, sem æeg hef ekki séð í neinu áður, held ég og Leigh Anne Tuohy er leikinn af Söndru Bullock og fékk hún óskarsverðlaun fyrir.

Það er ekki lögð mikil áhersa á bakgrunn Ohers í myndinni. Þrátt fyrir að hún spili mikilvægan þátt í hver hann er þá er næstum bara sagt frá kynnum hans af Tuohy-fjölskydunni og hvernig hann nær að fóta sig í lífinu eftir það. Okkur smám saman gefið eitt og eitt brot af uppeldi hans í æsku, ofbeldið og öll eiturlyfin sem hann varð vitni að í kringum sig. Það fær mann til þess að velta fyrir sér hver vegna hann gafst ekki uppá fyrir löngu að reyna mennta sig og gert það sem flestir aðrir í hans aðstöðu gerðu sem var að fara í gengin í hverfinu hans. Oher sýnir ótrúlega hæfileika til þess að gleyma öllu því slæma í kringum sig og öllu ofbeldinu sem hefur ráðið yfir lífi hans. Hann var tekinn með valdi frá móður sinni af yfirvöldum þegar hann var lítill og mamma hans man ekki einu sinni hver pabbi hans var eða hvað hún á mörg börn. Þrátt fyrir það reynir hann alltaf að snúa aftur heim til hennar og strýkur af hverju einasta fósturheimili sem hann er settur á. Það sem hjálpa honum líka að komast upp með að halda reiðinni frá sér er stærðin á honum. Hann er um 2 metrar á hæð og því eru ekki margir sem reyna að messa í honum þegar hanner orðinn eldri.

Það er ekki farið mjög djúpt í samband Michaels við Tuohy-fjölskylduna nema kannski þá við móðirina. Þar eru sýndar breytingarnar sem verða á þeim báðum. Michael lærir smátt og smátt að treysta öðrum og opna sig fyrir fólki á meðan Leigh Anne sem var alltaf mjög lokuð manneskja fer að sýna tilfinningar sýnar utan á sér. Saga Ohers er virkilega erfið fyrir hana þegar hann byrjar að segja frá henni. Eins og þegar hún gefur honum herbergi í húsinu og hann segist aldrei hann átt svona áður og hún spyr hvort að hann eigi við að hann hafi aldrei átt sitt eigið herbergi. Hann svara að hann hafi aldrei áður átt sitt eigið rúm.

Samband hans við aðra í fjölskyldunni er sýnt á meiri skoplegri hátt. Fáránlegi stærðarmunirnn á honum og SJ, sem er sonur Tuohy-hjónanna, er virkilega fyndinn og samband þeirra stelur eiginlega senunni þegar þessi litli strákur er sá eini sem er ekki hræddur við að vingast við Michal þegar hann byrjar í Wingate-skólanum. Þegar Oher flytur svo inn til fjölskyldunnar byrjar SJ strax að kalla hann stóra bróður sinn.

Collins Tuhoy, dóttirin, er eldri enn SJ og hún á í aðeins meiri erfiðleikum með að hann sé farinn að búa hjá þeim en hún er aldrei á móti því og sættist fljótlega á það og Sean Tuohy, eiginmaðiur Leigh Anne, virkar bara nokkuð sáttur með þetta allt saman allan tímann. Mér finnst þetta gera myndina frekar óraunverulega, en þar sem þetta er byggt á raunverleikanum gæti þetta alveg eins hafa gerst svona en ég ætla taka wild guess og kalla þetta frekar Hollywood áhrif. Því það er svo margt annaði í myndinni sem virkar eins það sé dregið út úr sögubók. Hjónaband Leigh Anne og Sean (sem er leikinn af Tim McGraw) er hannað sem hið fullkomna hjónaband er sem er aldrei neinn ágreiningur. Svo er það atriðið þar sem Bullock les yfir ríku vinonum sínum út af kynþáttafordómunum sem þær hafa. Og svo eru nokkur atriði sem þar Oher er sýndur sigrast á erfiðlikunum sem fordómafulli hvíti maðurinn veldur honum, en ég verð að viðurkenna að það gæti hafa gerst í alvörunni þar sem mydin gerist í biblíubeltinu í Bandaríkjunum.

Myndin hefur mörg mjög tilfinningarík atriði eins þegar Leigh Anne hittir mömmu Michaels og reynir að hjálpa henni á muna hver faðir hans var. En það er alltaf létt á myndinni og meiri húmor bætt við þannig að myndin verður ekki of mikið drama.

Allt í allt er þetta virkilega falleg mynd sem leggur áherslu á það að sýna það besta í fólki og hvað getur gerst þegar fólk gefur öðrum von og tækifæri til þess að bæta líf sitt. Það er ekki margt í þessari mynd sem er hægt að setja út á nema kannski að hún var fekar langdregin á köflum. Endirinn var svo mjög skemmtilegur en .ar voru sýndar raunverulegar myndir úr lífi Michaels með Tuohy-fjölskyldunni sem minnir á þetta er ekki bara einhver venjuleg íþróttamynd þar sem söguhetjan sigrast á einhverjum erfiðleikum heldur er þetta alvöru saga sem um fólk sem tók ókunnan strák inná heimlili sitt og hvernig líf þeirra breyttist til hins betra í kjölfarið.

Michael Oher fékk svo samning hjá Baltimore Ravens eftir háskóla og er ennþá atvinnumaður í ruðningi.

Tuesday, April 13, 2010

Shutter Island

Myndin gerist árið 1954, leikstýrð af Martin Scorsese, og segir frá Teddy Daniels sem er U.S. marshal sem hefur verið settur í að rannsaka hvarf sjúklings á Ashecliffe sem er geðveikrarhælí á eyjunni Shutter Island, en Ashecliffe er hæli fyrir geðveika glæpamenn. Hann barðist fyrir því að fá þetta mál af persónulegum ástæðum sem koma smátt og smátt í ljós. Rannsókn Teddys sýnir fljótt að það er eitthvað skrýtið í gangi á eyjunni. Þegar fellibylur lokar hann inni á eyjunni og kemur í veg fyrir öll samiskipti við meginlandið þá sleppa út fleiri hættulegir glæpamenn og fleiri og enn ruglingslegri hlutir koma í ljós. Teddy byrjar að efast um allt í kringum sig, félaga sinn, sitt eigið minni og að lokum sína eigin geðheilsu.

Shutter Island er mynd sem fólk annaði hvort hata eða dýrkar. Gagnrýnendur skiptast alvega í tvennt með álit á henni. Þetta er algörlega ein af þessum myndum sem messar í hausnum á þér og ég mæli ekki með henni fyrir fólk sem er að leitast eftir einföldum söguþræði sem krefst lítillar hugsunar.

Myndin er virkilega góður sálfræðitryllir sem heldur uppi mikilli spennu allan tímann. Scorsese nær alveg frá upphadsatriðinu að setja mjög creepy og myrka stemmingu, þegar þeir sigla upp að dularfullu eyjunni sem er falin í þoku til þess að leita að hættulegum geðsjúklingi og honum tekst að halda henni út alla myndina með þessum virkilega creepy spítala og nær vel að leggja áherslu á hversu innilokaðir þeir eru þarna. Svo hangir stormur yfir þeim sem að lokum skellur á þeim og lokar eyjuna alveg að.

Aðalsöguhetjan Teddy Daniels er svo sýndir sem hinn heiðarlegi lögreglumður sem leitar sannleikans. Samt sem áður er hann mjög hrjáður einstaklingur. Hann er fyrrverandi hermaður og við sjáum mörg flashback úr seinni hemstyrjöldinni þar sem Teddy var einn af hermönnunum sem hertók Auschiwts og svo dó unnusta hans í eldsvoða og hann fær margar martraðir sem tengjast þessu. Þessi flashbacks verða svo mikilvægur þáttur af söguþræðinum þegar minningar hans úr stríðinu byrja að blandast við málið sem hann er að rannsaka. Konan sem Teddy og félagi hans leita að á eyjunni drekkti þremur börnunum sínum og þau byrja að blandast inn í minningar Teddys. Það sem samt eitt það skemmtilegasta við þessa mynd að við fáum alls konar vísbendingar um til þess að leysa málið en þar sem við sjáum myndina í gegnum Teddy þá attar maður sig ekki á því. Þannig sögulokin koma manni alveg að óvart . Þó að myndin að hafi ákveðinn hryllingsmynda-vibe yfir sér þá finnst mér hún skera sig alveg frá þeim þvi þessi lætur mann virkilega hugsa. Alla myndina er gefið í skyn ð það se ekki allt sem sýnist og eftur því sem lengra líður á söguna verður stöðugt erfiðira að trúa hvað sé satt og hvað sé raunverulega í gangi á spítalanum. Þetta er mynd sem ég þurfti eiginlega að horfa á tvisvr og fannt hún alveg jafn skemmtileg í seinna skiptið því þá gat ég séð allar vísbendingaranar sem eru gefnar og ég áttaði mig ekki á.

Shutter Island Fékk 8.1/10 á imdb sem mér finnst hún eiga vel skilið og mæli með henni.

Friday, December 4, 2009

Yojimbo


Myndin er frá árinu 1961 og er leikstýrð af Akira Kurosawa. Í stuttu máli fjallar myndin um Sanjuro sem er samúrai án húsbónda. Hann flakkar um og hefur engan til að vernda þar til hann kemur inn lítinn bæ sem er stjórnað af tveim mönnum, Seibei og Ushitora. Sanjuro gerist lífvörður þeirra beggja.

Myndin er ótrúlega vel gerð og mikið af flottum skotum. Fannt hún vera samt pínu langdregin og ganga freka hægt. Svo er ekki vön að horfa á myndir á japönsku, eða öllu heldur einhverju öðru máli en ensku, svo að ég verða kannski að horfa á aðeins til fleira til að geta metið þær betur. Samt er alveg augljóst eftir að hafa horft á hana af hverju hún er höfð í svona háum metum í kvikmyndaheiminum. Kíkti á netið til að athuga hvað aðrir væru að segja um hana og flestir Kurosawa aðdáendur voru sammála um að þetta væri ein af bestu myndunum hans.

Það var líka mjög fyndið hvað myndin var lík vestra. Litla þorpið með vondu gaurunum og hetjunni sem getur ekki rúmað þá báða. Sanjuro var ótrúlega svalur karakter að mínu mati. Hann veit ekkert hvert hann er að fara eða á að gera og endar svo á vernda þorpsbúana sem mér finnst sýna mikla umhyggju.

Ég veit ekki alveg hvað ég að segja um þessa mynd en ég hef ekki horft á neinar japanskar myndir fyrir utan þessa. Verð að horfa á fleiri til að geta haft einhverja almennilega skoðun og sérstaklega til að komast yfir þetta tungmála issue. Ég er orðin svo hrikalega léleg í að lesa texta með myndum eftir að ég hætti að nota texta með DVD. Kurosawa er samt greinilega snillingur á sínu sviði og væri alveg til að sjá meira eftir hann.

Thursday, November 26, 2009

Halloween 2007


Ákvað loksins að þora að horfa á þessa mynd en þar sem ég er mikill aðdáandi upprunalegu útgáfunnar var ég ekki viss um hvort ég ætti að vera horfa á endurgerðina því þær eru nær aldrei góðar.

Myndin fjallar um Michael Myers sem er lagður inn á geðveikrarhæli þegar hann er 10 ára gamall eftir að hafa drepið stjúpföður sinn, systur sína og kærasta hennar. 16 árum seinna sleppur hann út og snýr þá aftur til heimbæjar síns, Haddonfield, til að hafa uppá litlu systur sinni Laurie Strode og skilur eftir sig mjög blóðuga slóð.

Myndin var miklu betri en ég bjóst við. Hún náði ekki að komast nálægt þeirri upprunalegu að mínu mati en hafði samt sína kosti. Sem dæmi má nefna að leikstjórinn, Rob Zombie, var ekki að koma með þessa dæmigerðu endugerð á hryllingsmyndum sem felst að mestu leiti í því renna gömlu útgáfunni í gegnum einhvern filter og henda inn fleiri tæknibrellum.
Zombie gerði hins vegar myndina á sinn hátt. Hann hélt öllum aðalatriðunum í upprunalega söguþræðinum nema hann sleppir einhverju en kemur með nýtt í staðinn. Það sem vakti mesta athygli var hvernig hann breytti Michael Myers. Í upprunalega mynd Carpenters er Myers einhver köld drápsvél sem hrekkur í gang allt í einu. Zombie notar hins vegar fyrsta hálftíma myndarinnar í að sýna frá barnæsku Myers, þar sem sést hversu truflaður einstaklingur hann er jafnvel þegar hann er bara 10 ára gamall. En myndin snýst einmitt mun meira um hann, mynd Carpenters snerist meira um systur hans, Laurie. Það var eiginlega betra að nýja myndin snerist meira um Myers þar sem leikkonan sem leikur Laurie Strode í nýju myndinni er vægast sagt hræðileg. Var næstum því búin að slökkva á myndinni þegar hún kom inn í söguna.

Allt í allt var myndin fín, mun betri en ég hélt og miklu betri en þessar nýju Halloween myndin sem hafa komið út á síðust árum. Zombie gerir hana áhugaverða með því að gera hana í sínum eigin stíl í staðinn fyrir að reyna algjörlega herma eftir Carpenter.