Myndin er frá árinu 1961 og er leikstýrð af Akira Kurosawa. Í stuttu máli fjallar myndin um Sanjuro sem er samúrai án húsbónda. Hann flakkar um og hefur engan til að vernda þar til hann kemur inn lítinn bæ sem er stjórnað af tveim mönnum, Seibei og Ushitora. Sanjuro gerist lífvörður þeirra beggja.
Myndin er ótrúlega vel gerð og mikið af flottum skotum. Fannt hún vera samt pínu langdregin og ganga freka hægt. Svo er ekki vön að horfa á myndir á japönsku, eða öllu heldur einhverju öðru máli en ensku, svo að ég verða kannski að horfa á aðeins til fleira til að geta metið þær betur. Samt er alveg augljóst eftir að hafa horft á hana af hverju hún er höfð í svona háum metum í kvikmyndaheiminum. Kíkti á netið til að athuga hvað aðrir væru að segja um hana og flestir Kurosawa aðdáendur voru sammála um að þetta væri ein af bestu myndunum hans.
Það var líka mjög fyndið hvað myndin var lík vestra. Litla þorpið með vondu gaurunum og hetjunni sem getur ekki rúmað þá báða. Sanjuro var ótrúlega svalur karakter að mínu mati. Hann veit ekkert hvert hann er að fara eða á að gera og endar svo á vernda þorpsbúana sem mér finnst sýna mikla umhyggju.
Ég veit ekki alveg hvað ég að segja um þessa mynd en ég hef ekki horft á neinar japanskar myndir fyrir utan þessa. Verð að horfa á fleiri til að geta haft einhverja almennilega skoðun og sérstaklega til að komast yfir þetta tungmála issue. Ég er orðin svo hrikalega léleg í að lesa texta með myndum eftir að ég hætti að nota texta með DVD. Kurosawa er samt greinilega snillingur á sínu sviði og væri alveg til að sjá meira eftir hann.
4 stig.
ReplyDelete