Tuesday, April 13, 2010

Shutter Island

Myndin gerist árið 1954, leikstýrð af Martin Scorsese, og segir frá Teddy Daniels sem er U.S. marshal sem hefur verið settur í að rannsaka hvarf sjúklings á Ashecliffe sem er geðveikrarhælí á eyjunni Shutter Island, en Ashecliffe er hæli fyrir geðveika glæpamenn. Hann barðist fyrir því að fá þetta mál af persónulegum ástæðum sem koma smátt og smátt í ljós. Rannsókn Teddys sýnir fljótt að það er eitthvað skrýtið í gangi á eyjunni. Þegar fellibylur lokar hann inni á eyjunni og kemur í veg fyrir öll samiskipti við meginlandið þá sleppa út fleiri hættulegir glæpamenn og fleiri og enn ruglingslegri hlutir koma í ljós. Teddy byrjar að efast um allt í kringum sig, félaga sinn, sitt eigið minni og að lokum sína eigin geðheilsu.

Shutter Island er mynd sem fólk annaði hvort hata eða dýrkar. Gagnrýnendur skiptast alvega í tvennt með álit á henni. Þetta er algörlega ein af þessum myndum sem messar í hausnum á þér og ég mæli ekki með henni fyrir fólk sem er að leitast eftir einföldum söguþræði sem krefst lítillar hugsunar.

Myndin er virkilega góður sálfræðitryllir sem heldur uppi mikilli spennu allan tímann. Scorsese nær alveg frá upphadsatriðinu að setja mjög creepy og myrka stemmingu, þegar þeir sigla upp að dularfullu eyjunni sem er falin í þoku til þess að leita að hættulegum geðsjúklingi og honum tekst að halda henni út alla myndina með þessum virkilega creepy spítala og nær vel að leggja áherslu á hversu innilokaðir þeir eru þarna. Svo hangir stormur yfir þeim sem að lokum skellur á þeim og lokar eyjuna alveg að.

Aðalsöguhetjan Teddy Daniels er svo sýndir sem hinn heiðarlegi lögreglumður sem leitar sannleikans. Samt sem áður er hann mjög hrjáður einstaklingur. Hann er fyrrverandi hermaður og við sjáum mörg flashback úr seinni hemstyrjöldinni þar sem Teddy var einn af hermönnunum sem hertók Auschiwts og svo dó unnusta hans í eldsvoða og hann fær margar martraðir sem tengjast þessu. Þessi flashbacks verða svo mikilvægur þáttur af söguþræðinum þegar minningar hans úr stríðinu byrja að blandast við málið sem hann er að rannsaka. Konan sem Teddy og félagi hans leita að á eyjunni drekkti þremur börnunum sínum og þau byrja að blandast inn í minningar Teddys. Það sem samt eitt það skemmtilegasta við þessa mynd að við fáum alls konar vísbendingar um til þess að leysa málið en þar sem við sjáum myndina í gegnum Teddy þá attar maður sig ekki á því. Þannig sögulokin koma manni alveg að óvart . Þó að myndin að hafi ákveðinn hryllingsmynda-vibe yfir sér þá finnst mér hún skera sig alveg frá þeim þvi þessi lætur mann virkilega hugsa. Alla myndina er gefið í skyn ð það se ekki allt sem sýnist og eftur því sem lengra líður á söguna verður stöðugt erfiðira að trúa hvað sé satt og hvað sé raunverulega í gangi á spítalanum. Þetta er mynd sem ég þurfti eiginlega að horfa á tvisvr og fannt hún alveg jafn skemmtileg í seinna skiptið því þá gat ég séð allar vísbendingaranar sem eru gefnar og ég áttaði mig ekki á.

Shutter Island Fékk 8.1/10 á imdb sem mér finnst hún eiga vel skilið og mæli með henni.

1 comment:

  1. Ágæt færsla. Hefði verið skemmtilegra að hafa myndir. 6 stig.

    ReplyDelete