Thursday, November 26, 2009

Halloween 2007


Ákvað loksins að þora að horfa á þessa mynd en þar sem ég er mikill aðdáandi upprunalegu útgáfunnar var ég ekki viss um hvort ég ætti að vera horfa á endurgerðina því þær eru nær aldrei góðar.

Myndin fjallar um Michael Myers sem er lagður inn á geðveikrarhæli þegar hann er 10 ára gamall eftir að hafa drepið stjúpföður sinn, systur sína og kærasta hennar. 16 árum seinna sleppur hann út og snýr þá aftur til heimbæjar síns, Haddonfield, til að hafa uppá litlu systur sinni Laurie Strode og skilur eftir sig mjög blóðuga slóð.

Myndin var miklu betri en ég bjóst við. Hún náði ekki að komast nálægt þeirri upprunalegu að mínu mati en hafði samt sína kosti. Sem dæmi má nefna að leikstjórinn, Rob Zombie, var ekki að koma með þessa dæmigerðu endugerð á hryllingsmyndum sem felst að mestu leiti í því renna gömlu útgáfunni í gegnum einhvern filter og henda inn fleiri tæknibrellum.
Zombie gerði hins vegar myndina á sinn hátt. Hann hélt öllum aðalatriðunum í upprunalega söguþræðinum nema hann sleppir einhverju en kemur með nýtt í staðinn. Það sem vakti mesta athygli var hvernig hann breytti Michael Myers. Í upprunalega mynd Carpenters er Myers einhver köld drápsvél sem hrekkur í gang allt í einu. Zombie notar hins vegar fyrsta hálftíma myndarinnar í að sýna frá barnæsku Myers, þar sem sést hversu truflaður einstaklingur hann er jafnvel þegar hann er bara 10 ára gamall. En myndin snýst einmitt mun meira um hann, mynd Carpenters snerist meira um systur hans, Laurie. Það var eiginlega betra að nýja myndin snerist meira um Myers þar sem leikkonan sem leikur Laurie Strode í nýju myndinni er vægast sagt hræðileg. Var næstum því búin að slökkva á myndinni þegar hún kom inn í söguna.

Allt í allt var myndin fín, mun betri en ég hélt og miklu betri en þessar nýju Halloween myndin sem hafa komið út á síðust árum. Zombie gerir hana áhugaverða með því að gera hana í sínum eigin stíl í staðinn fyrir að reyna algjörlega herma eftir Carpenter.

Tuesday, November 17, 2009

Casablanca


Fyrsta skipti sem ég sá þessa ótrúlega frægu mynd með þessu liði af úrvalsleikurum. Get ekki sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana eins og er oft með þessar frægu myndir sem allir segja að þú verðir að sjá. Þetta var fyrsta myndin sem ég sá með Humphrey Bogart, en hafði séð Ingrid Bergman bæði í "The Inn of the Sixth Happieness" og "Murder on the Oriental Express", hún er algjör snillingur og þessi sænski hreimur alltaf skemmtilegur.

Myndin gerist í Casablanca á dögum seinni heimstyrjaldarinnar. Hún segir frá Rick Baine, amerískum manni sem á bar í Casablanca sem er nú orðin besta borgin fyrir fólk sem vill flýja stríðið. Rick er maður sem segist aðeins gera það sem er honum sjálfum fyrir bestu en eftir því sem líður á myndina sjáum við aðrar hliðar á honum. Inn í líf hans koma svo fyrrverandi unnusta hans, Ilsa Lund, og maðurinn hennar Viktor Laszlo. Laszlo er á flótta undan nasistunum og Rick er eini maðurinn sem getur hjálpað þeim. En hann er ennþá bitur út í Ilsu fyrir að hafa yfirgefið hann. Þegar að líður á myndina kemst hann að lokum að því hverjar ástæður hennar voru og hann ákveður að hjálpa henni.

Þessi mynd var einfaldega frábærog karakterarnir algjör snilld. Hún er full af geðveik one-linerum, Here´s lookin at you kid, og svo fannst mér atriði þar sem Laszlo lætur allar synga franska þjóðsönginn til að yfirgnæfa þýsku hermennina vera eitt af bestu atriðunum fyrir utan lokaatriðið á flugevellinum.
"Louis, I think this is the beginning of a beautiful friendship."

Sunday, November 8, 2009

Jóhannes

Náði loksins að skella mér á Jóhannes um helgina, var búin að heyra mjög misjafna dóma um hana en eftir að hafa séð myndina finnst mér hún alveg skila sínu sem íslensk gamanmynd.

Myndin fjallar um myndmenntakennarann Jóhannes, sem er leikinn af Ladda, sem hjálpar ungri stúlku í bílavandræðum. Hann gefur henni far heim og hún launar honum með drykk og baði. Kærasta stúlkunnar kemur svo heim og hún er fljót að henda Jóhannesi út, óklæddum, þar sem hann er handrukkari og hún óttast hver viðbrögð hans muni vera að finna Jóhannes heim hjá þeim. Nágranni sem sér hann svo standa úti án fata hringir á lögregluna og eftir það fer af stað ataburðarrás þar sem Jóhannes upplifir einn óheppnasta dag lífs síns.

Allt í allt fannst mér þetta góð mynd. Hún var fyndin og karakterarnir skemmtilegir. Það eina var að þar sem ég sá hana eftir að leikstjórinn kom og talaði við okkur þá tók ég miklu meira eftir öllum litlu mistökunum sem hann lýsti sem ég hefði annars örugglega ekkert pælt í. Svo fannst sumar senurnar vera pínu langdregnar. Mér fannst Laddi alveg fara á kostum en hann gerir það nún yfirleitt og Stefán Karl líka.

Þetta var fyrsta mynd leikstjórans, Þorsteins Gunnars Bjarnasonar, í fullri lengd og það var mjög gaman að heyra hann lýsa ferlinu sem átti sér stað til að koma myndinni upp á hvíta tjaldið. Hvernig peningamálin voru, hvernig hann fékk alla þessa stóru leikara og hversu hratt í rauninni þetta gekk fyrir sér. Hann kemur myndinni skemmtilega frá sér og það verður gaman að sjá hvað hann gerir nært