Sunday, November 8, 2009

Jóhannes

Náði loksins að skella mér á Jóhannes um helgina, var búin að heyra mjög misjafna dóma um hana en eftir að hafa séð myndina finnst mér hún alveg skila sínu sem íslensk gamanmynd.

Myndin fjallar um myndmenntakennarann Jóhannes, sem er leikinn af Ladda, sem hjálpar ungri stúlku í bílavandræðum. Hann gefur henni far heim og hún launar honum með drykk og baði. Kærasta stúlkunnar kemur svo heim og hún er fljót að henda Jóhannesi út, óklæddum, þar sem hann er handrukkari og hún óttast hver viðbrögð hans muni vera að finna Jóhannes heim hjá þeim. Nágranni sem sér hann svo standa úti án fata hringir á lögregluna og eftir það fer af stað ataburðarrás þar sem Jóhannes upplifir einn óheppnasta dag lífs síns.

Allt í allt fannst mér þetta góð mynd. Hún var fyndin og karakterarnir skemmtilegir. Það eina var að þar sem ég sá hana eftir að leikstjórinn kom og talaði við okkur þá tók ég miklu meira eftir öllum litlu mistökunum sem hann lýsti sem ég hefði annars örugglega ekkert pælt í. Svo fannst sumar senurnar vera pínu langdregnar. Mér fannst Laddi alveg fara á kostum en hann gerir það nún yfirleitt og Stefán Karl líka.

Þetta var fyrsta mynd leikstjórans, Þorsteins Gunnars Bjarnasonar, í fullri lengd og það var mjög gaman að heyra hann lýsa ferlinu sem átti sér stað til að koma myndinni upp á hvíta tjaldið. Hvernig peningamálin voru, hvernig hann fékk alla þessa stóru leikara og hversu hratt í rauninni þetta gekk fyrir sér. Hann kemur myndinni skemmtilega frá sér og það verður gaman að sjá hvað hann gerir nært

1 comment: