Thursday, November 26, 2009

Halloween 2007


Ákvað loksins að þora að horfa á þessa mynd en þar sem ég er mikill aðdáandi upprunalegu útgáfunnar var ég ekki viss um hvort ég ætti að vera horfa á endurgerðina því þær eru nær aldrei góðar.

Myndin fjallar um Michael Myers sem er lagður inn á geðveikrarhæli þegar hann er 10 ára gamall eftir að hafa drepið stjúpföður sinn, systur sína og kærasta hennar. 16 árum seinna sleppur hann út og snýr þá aftur til heimbæjar síns, Haddonfield, til að hafa uppá litlu systur sinni Laurie Strode og skilur eftir sig mjög blóðuga slóð.

Myndin var miklu betri en ég bjóst við. Hún náði ekki að komast nálægt þeirri upprunalegu að mínu mati en hafði samt sína kosti. Sem dæmi má nefna að leikstjórinn, Rob Zombie, var ekki að koma með þessa dæmigerðu endugerð á hryllingsmyndum sem felst að mestu leiti í því renna gömlu útgáfunni í gegnum einhvern filter og henda inn fleiri tæknibrellum.
Zombie gerði hins vegar myndina á sinn hátt. Hann hélt öllum aðalatriðunum í upprunalega söguþræðinum nema hann sleppir einhverju en kemur með nýtt í staðinn. Það sem vakti mesta athygli var hvernig hann breytti Michael Myers. Í upprunalega mynd Carpenters er Myers einhver köld drápsvél sem hrekkur í gang allt í einu. Zombie notar hins vegar fyrsta hálftíma myndarinnar í að sýna frá barnæsku Myers, þar sem sést hversu truflaður einstaklingur hann er jafnvel þegar hann er bara 10 ára gamall. En myndin snýst einmitt mun meira um hann, mynd Carpenters snerist meira um systur hans, Laurie. Það var eiginlega betra að nýja myndin snerist meira um Myers þar sem leikkonan sem leikur Laurie Strode í nýju myndinni er vægast sagt hræðileg. Var næstum því búin að slökkva á myndinni þegar hún kom inn í söguna.

Allt í allt var myndin fín, mun betri en ég hélt og miklu betri en þessar nýju Halloween myndin sem hafa komið út á síðust árum. Zombie gerir hana áhugaverða með því að gera hana í sínum eigin stíl í staðinn fyrir að reyna algjörlega herma eftir Carpenter.

1 comment: