Fyrsta skipti sem ég sá þessa ótrúlega frægu mynd með þessu liði af úrvalsleikurum. Get ekki sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana eins og er oft með þessar frægu myndir sem allir segja að þú verðir að sjá. Þetta var fyrsta myndin sem ég sá með Humphrey Bogart, en hafði séð Ingrid Bergman bæði í "The Inn of the Sixth Happieness" og "Murder on the Oriental Express", hún er algjör snillingur og þessi sænski hreimur alltaf skemmtilegur.
Myndin gerist í Casablanca á dögum seinni heimstyrjaldarinnar. Hún segir frá Rick Baine, amerískum manni sem á bar í Casablanca sem er nú orðin besta borgin fyrir fólk sem vill flýja stríðið. Rick er maður sem segist aðeins gera það sem er honum sjálfum fyrir bestu en eftir því sem líður á myndina sjáum við aðrar hliðar á honum. Inn í líf hans koma svo fyrrverandi unnusta hans, Ilsa Lund, og maðurinn hennar Viktor Laszlo. Laszlo er á flótta undan nasistunum og Rick er eini maðurinn sem getur hjálpað þeim. En hann er ennþá bitur út í Ilsu fyrir að hafa yfirgefið hann. Þegar að líður á myndina kemst hann að lokum að því hverjar ástæður hennar voru og hann ákveður að hjálpa henni.
Þessi mynd var einfaldega frábærog karakterarnir algjör snilld. Hún er full af geðveik one-linerum, Here´s lookin at you kid, og svo fannst mér atriði þar sem Laszlo lætur allar synga franska þjóðsönginn til að yfirgnæfa þýsku hermennina vera eitt af bestu atriðunum fyrir utan lokaatriðið á flugevellinum.
"Louis, I think this is the beginning of a beautiful friendship."
5 stig.
ReplyDelete