Myndin er byggð á sögu Michael Oher, atvinnumaður í NFL-deildinni. Heimilislaus svartur unglingur sem veit ekkert hver faðir sinn er og mamma hans er krakkfíkill. Michael hefur ekki hlotið neina almennilega menntunog kemst eiginlega fyirir eintóma heppni inn í Wingate skóla sem er kristinn skóli. Þar kynnist hann Leigh Anne Tuohy sem tekur hann inn á heimili sitt og fjölskyldu sinnar þar sem Michael fær tækifæri til þess að mennta sig og komast lengra áfram í lífinu en hann nokkurn tíma ímyndað sér. Michael Oher er leikinn af Quintin Aaron, sem æeg hef ekki séð í neinu áður, held ég og Leigh Anne Tuohy er leikinn af Söndru Bullock og fékk hún óskarsverðlaun fyrir.
Það er ekki lögð mikil áhersa á bakgrunn Ohers í myndinni. Þrátt fyrir að hún spili mikilvægan þátt í hver hann er þá er næstum bara sagt frá kynnum hans af Tuohy-fjölskydunni og hvernig hann nær að fóta sig í lífinu eftir það. Okkur smám saman gefið eitt og eitt brot af uppeldi hans í æsku, ofbeldið og öll eiturlyfin sem hann varð vitni að í kringum sig. Það fær mann til þess að velta fyrir sér hver vegna hann gafst ekki uppá fyrir löngu að reyna mennta sig og gert það sem flestir aðrir í hans aðstöðu gerðu sem var að fara í gengin í hverfinu hans. Oher sýnir ótrúlega hæfileika til þess að gleyma öllu því slæma í kringum sig og öllu ofbeldinu sem hefur ráðið yfir lífi hans. Hann var tekinn með valdi frá móður sinni af yfirvöldum þegar hann var lítill og mamma hans man ekki einu sinni hver pabbi hans var eða hvað hún á mörg börn. Þrátt fyrir það reynir hann alltaf að snúa aftur heim til hennar og strýkur af hverju einasta fósturheimili sem hann er settur á. Það sem hjálpa honum líka að komast upp með að halda reiðinni frá sér er stærðin á honum. Hann er um 2 metrar á hæð og því eru ekki margir sem reyna að messa í honum þegar hanner orðinn eldri.
Það er ekki farið mjög djúpt í samband Michaels við Tuohy-fjölskylduna nema kannski þá við móðirina. Þar eru sýndar breytingarnar sem verða á þeim báðum. Michael lærir smátt og smátt að treysta öðrum og opna sig fyrir fólki á meðan Leigh Anne sem var alltaf mjög lokuð manneskja fer að sýna tilfinningar sýnar utan á sér. Saga Ohers er virkilega erfið fyrir hana þegar hann byrjar að segja frá henni. Eins og þegar hún gefur honum herbergi í húsinu og hann segist aldrei hann átt svona áður og hún spyr hvort að hann eigi við að hann hafi aldrei átt sitt eigið herbergi. Hann svara að hann hafi aldrei áður átt sitt eigið rúm.
Samband hans við aðra í fjölskyldunni er sýnt á meiri skoplegri hátt. Fáránlegi stærðarmunirnn á honum og SJ, sem er sonur Tuohy-hjónanna, er virkilega fyndinn og samband þeirra stelur eiginlega senunni þegar þessi litli strákur er sá eini sem er ekki hræddur við að vingast við Michal þegar hann byrjar í Wingate-skólanum. Þegar Oher flytur svo inn til fjölskyldunnar byrjar SJ strax að kalla hann stóra bróður sinn.
Collins Tuhoy, dóttirin, er eldri enn SJ og hún á í aðeins meiri erfiðleikum með að hann sé farinn að búa hjá þeim en hún er aldrei á móti því og sættist fljótlega á það og Sean Tuohy, eiginmaðiur Leigh Anne, virkar bara nokkuð sáttur með þetta allt saman allan tímann. Mér finnst þetta gera myndina frekar óraunverulega, en þar sem þetta er byggt á raunverleikanum gæti þetta alveg eins hafa gerst svona en ég ætla taka wild guess og kalla þetta frekar Hollywood áhrif. Því það er svo margt annaði í myndinni sem virkar eins það sé dregið út úr sögubók. Hjónaband Leigh Anne og Sean (sem er leikinn af Tim McGraw) er hannað sem hið fullkomna hjónaband er sem er aldrei neinn ágreiningur. Svo er það atriðið þar sem Bullock les yfir ríku vinonum sínum út af kynþáttafordómunum sem þær hafa. Og svo eru nokkur atriði sem þar Oher er sýndur sigrast á erfiðlikunum sem fordómafulli hvíti maðurinn veldur honum, en ég verð að viðurkenna að það gæti hafa gerst í alvörunni þar sem mydin gerist í biblíubeltinu í Bandaríkjunum.
Myndin hefur mörg mjög tilfinningarík atriði eins þegar Leigh Anne hittir mömmu Michaels og reynir að hjálpa henni á muna hver faðir hans var. En það er alltaf létt á myndinni og meiri húmor bætt við þannig að myndin verður ekki of mikið drama.
Allt í allt er þetta virkilega falleg mynd sem leggur áherslu á það að sýna það besta í fólki og hvað getur gerst þegar fólk gefur öðrum von og tækifæri til þess að bæta líf sitt. Það er ekki margt í þessari mynd sem er hægt að setja út á nema kannski að hún var fekar langdregin á köflum. Endirinn var svo mjög skemmtilegur en .ar voru sýndar raunverulegar myndir úr lífi Michaels með Tuohy-fjölskyldunni sem minnir á þetta er ekki bara einhver venjuleg íþróttamynd þar sem söguhetjan sigrast á einhverjum erfiðleikum heldur er þetta alvöru saga sem um fólk sem tók ókunnan strák inná heimlili sitt og hvernig líf þeirra breyttist til hins betra í kjölfarið.
Michael Oher fékk svo samning hjá Baltimore Ravens eftir háskóla og er ennþá atvinnumaður í ruðningi.
Ágæt færsla. Fínar pælingar varðandi handritið. 8 stig.
ReplyDelete