The Hurt Locker fjallar um sprengjuleitarsveitina, Bravo Company, sem samanstendur af sprengjusérfræðingnum Will James, JT Sanborn og Owen Eldridge sem eru staðsettir í Baghdad og þegar myndin byrjar eiga þeir 39 daga eftir í þjónustu. Sagan hefst þegar Will James kemur nýr inn til að stjórna í Bravo Company eftir að forveri hans fórst í sprengu sem mistókst að aftengja. Fljótlega kemur í ljós fyrir Sanborn, sem er maður sem fylgir reglunum, og Eldridge, sem hefur stöðugar áhyggjur að einhver muni slasast á hans vakt, að James er sama um öryggi félaga sinna svo lengi sem hann fái að upplifa spennuna sem fylgja því að aftengja sprengjur. Aðferðir þessa nýja yfirmanns þeirra eru ekki alveg þær sömu og hjá þeim en þeirra mesta löngun era ð klára Íraks túrinn og fara aftur heim á meðan James þrífst á spenunni og æðir út í allar hættur sem hann sér.
Þeir verða þó að reyna vinna sem best saman í þessu fjandsamlega umhverfi þar sem allt getur verið og sprengja og þú veist aldrei hvort fólkið í kringum þig eru óvinir eða sakleysingjar,
Ég er ekki alveg viss með hvort ég sé sammála þessum frábæru mótökum sem þessi mynd hefur fengið. Þetta er mynd sem lofsamar bandaríska herinn og gagrýnndur keppast um að hrósa henni.
Jeremy Renner er reyndar mjög góður í sínu hlutverki sem spennufíkill sem getur hvergi virkað annars staðar nema í stríði. Við sjáum mjög fljótt að hann er algörlega háður spenunni sem fylgir starfinu hans meðan allir aðrir í kringum hann eru að reyna einbeita sér af því að lifa af. Á meðan flestir hermenn hafa hengdar upp myndir af vinum og fjölskydu hefur hann stórt safn af sprengjukveikjum undir rúminu sínu. Við komumst samt að því að hann á bæði konu og barn heima sem hann minnist ekkert nema eitt kvöld þegar hann er fullur og enginn í kringum hann skilur hvernig hann getur verið að heim frá þeim. Í rauninni er konan aðeins hjá honum því hann er í hernum og vill ekki fara frá honum meðan hann er í þjónustunni og er með þessu að sýna honum einhverja tryggð. James sýnir annað slagði smá löngun til þess að bæta samband þeirra en hann er orðinn nær óhæfur í öllum öðrum samskiptum sem fara fram fyrir utan vígvöllinn. Þegar hann klára skyldu sína og er sendur heim er mjög áberandi í hverju einasta atriði hversu illa hann finnur sig þarna. Valkostirnir sem hann stóð frammi fyrir í stríðinu snerust upp á líf eða dauða og þar virkaði hann vel en þegar við sjáum hann heima hjá sér að sinna venjulegum húsverkum eða versla í matinn er allt líf horfið úr honum.
Mér fannst myndin vera mjög svart-hvít þegar kom að samskiptum bandaríkjanna við íraka. Bandaríkjamenn voru sýndir sem hinir góðu og hugrökku en allir aðrir annað hvort vondir eða gjörsamlega gagnlausir. Þetta gerði myndina frekar óraunverulega á köflum, sérstaklega í einu atriðinu þegar breskir SAS sérsveitarmenn eru að berjast með þeim Bandarísku og þeir bresku eru annað hvort skotnir eða þeir flýja á meðan miklu óreyndari bandarískir hermenn ná að skjóta níður alla vondu gaurana. Þetta er frekar ótrúverðugt miðið að sem maður heyrir um SAS menninina. Ég las líka hvað hermenn höfðu að segja um þessa mynd og það var einn sem hafði eitthvað í kringum 10 ára reynslu og hann gat ekki drullað nóg yfir það hvernig hermenn voru sýndir í myndinni. Til að byrja með sagði hann að engir SAS menn hefðu geta klúðrað færinu sem þeir voru í. Svo gagngrýnir hann líka að Bravo Company fékk bara að hlaupa frjáls út um allt án þess að þurfa halda sambandi við nokkurn. Ég pæli yfirleitt aldrei í því hvort myndir séu raunverulegar eða ekki en gerði það núna þar sem þessi mynd gerir í því að hafa skot sem líta út eins og sé verið að taka upp heimildarmynd. Einnig var stór hluti að hrósinu sem þessi mynd fékk var að hún sýndi hvernig ástandið er í Írak. Það er greinilegt að flestir hermennirnir eru ekki sammála því.
Annað sem gerði þessi mynd frekar ótrúverðuga var að á köflum líktist hún bara venjulegir hasarmynd eins og í einu atriðinu þegar einn hermaðurinn sprengdi bíl með einu byssuskoti og slökkti svo í honum með einu litlu slökkvitæki.
Sviðsetnining er mjög vel gerð og raunveruleg, þótt sum atriðin séu það ekki, enda var myndin tekin upp í Jórdaníu.
Allt í allt var þetta allt í lagi mynd. Hún er ekki eins frábær og óskarsnefndin vill meina að mínu mati.
Alveg rétt að afstaða myndarinnar til Íraka er frekar jákvæð, en mér finnst það samt að nokkru leyti réttlætanlegt þar sem hún er sögð/sýnd frá sjónarhorni sprengjusveitarmanna, og maður getur alveg ímyndað sér að fyrir þeim séu allir Írakar mögulegir sprengju-menn (hvernig segir maður "bomber" á íslensku?).
ReplyDeleteFín færsla. 8 stig.