Friday, April 16, 2010

Dómur um fagið

Það sem mér fannst takast best á þessu námskeiði voru tímarnir á miðvikudögum. Það var ekki bara af því að við vorum að horfa bíómyndir heldur vegna þess að þetta voru myndir sem mér hefði annars aldrei dottið í hug að horfa á. Að fá að sjá myndir frá bæði mismunandi tímum og heimshlutum, hefði verið gaman ef einni bollywood mynd hefði verið bætt inn líka. Það sem hefði getað bætt upp hina tíma var að það hefðu getað verið fleiri verkefni í tímunumtil þess að brjóta upp kennslustundirnar og leyfa efninu aðeins að síast inn. Það var mjög fínt fyrir jól, þegar við vorum með klippiæfingarnar og handritin, en núna eftir áramót var ekki mikið af verkefnum í tíma. Þar er kannski erfitt að reyna koma inn einhverjum verkefnum inn í tímana þegar það er verið að fara yfir kvikmyndasögu. Ég er þá helst að meina að gera fleiri verkefni þar sem við erum að teikna inn og staðsetja myndavélina. Við fóum oft yfir hvernig ætti að gera það en fannst við ekki gera nógu mörg verkefni sjalf úr því miðað við hvað það gildir stóran hluta að lokaprófinu. Skemmtilegasti hlutinn af námskeiðinu var samt kvikmyndasagan mér fannst ég læra mest af honum, það er, að fá svona gott yfirlit yfir söguna útskýrði mikið hvernig ákveðnar stefnur þróuðst, og áhrifin sem leikstjórarnir sem við læðrum voru að fá hverju sinni. Ef það væri hægt væri að gaman að fara meira í kvikmyndasöguna.

Þegar ég byrjaði á námskeiðinu hafði ég þær að væntingar að vita meira um hvernig kvikmyndaferlið færi fram, frá handriti og á hvíta tjaldið. Það fengum við allt bæði í tímum og þegar leikstjórarnir komu í heimsókn og gátu lýst öllu ferlinu frá eigin reynslu. Einnig vildi ég sjá fleiri gamlar bíómyndir sem við fengum að sjá nóg af líka, eins og The General og Citizen Kane.

Varðandi stuttmyndirnar þá væri alveg gaman að bæta einni í viðbót við en það þyrfti þá aðeins að breyta skipulaginu í kringum hinar 3. Það sem bætti fyrst og fremst bæta það er skilafresturinn. Hann þarf að vera strangari. Ef allir væri búnir að skila á ákveðnum degi þá væri kannsi tími til þess að gera eina í viðbót. Það þyrfti að vera betra skipulag í kringum það hvenær hver hópur á að vera með myndavélina og klippitölvuna, ég held að það gæt virkað vel að láta hana ganga á mili hópanna og hafa betur skilgreinda dagana um hvenær hver hópur ætti að hafa græjurnar. Ef heimildamyndinni hefði verið skilað fyrir jól þá hefði verið tími fyrir eina mynd í viðbót eftir jól. Þá hefðum við reyndar þurft að byrja strax á lokaverkefninu eftir hana ef við ætluðum að klára hana fyrir próf. Ég reyna líka mjög hlynnt hugmyndinni um að klára hana fyrir páska upp á íslensku prófið gera. En aðalatriðið er að vera harðari á skiladögum.

Uppröðunin á efninu er fín eins og hún er að mínu mati. Það er betra að hafa skemmtilegra efnið eftir jól þegar stúdentsprofin eru að nálgast. Mér finnst líka þægilegra að hafa kvökmyndasöguna svona nálægt prófinu svo það sé léttara að rifja hana upp.

Annars er ég bara frekar sátt með allt annað í faginu.

Með bloggin þá gæti þau kannski verið metnaðarfyllri ef það væri gefin upp einhver lágmarks lengd og meri útskýringa um hvað á koma fram. Komentin eru góð hugmynd, þá myndi fólk leggja meiria í sín eigin blogg og einnig fara lesa meira hjá öðrum.

1 comment:

  1. Fínar athugasemdir. Ég held reyndar að ég yrði grýttur ef ég mætti með bollywood-mynd í bíótíma. Þær eru eiginlega allar 3-4 tímar!

    10 stig.

    ReplyDelete