Friday, April 16, 2010

Secondhand Lions

Secondhand Lions fjallar um hinn 13 ára gamla Walter sem hefur ekki átt auðvelda ævi. Hann dregst út allt með lauslátri móður sinni sem endar alltaf með einhverja menn sem eru algjörir aumingjar. Eitt sumarið, áður en hún leggur af stað í að leita að enn einum eiginmanninum skilur Walter eftir hjá tveim gömlum frændum sínum sem hann hefur aldrei hitt áður. Það eru bræðurnir Hub og Garth. Þeir eru frægir í ættinni og hjá fólkinu í sem býr í sveitinni í kring fyrir að hafa horfði í mörg ár og gengur um sá orðrómur að þeir hafi snúið aftur með gríðarmikil auðæfi. Mamma Walters vonast einnig eftir því að ef hún skilji strákin eftir hjá þeim geti hann komið sér í mjúkinn hjá frændunum og fundið peningana. Frændurnir tveir eru í fyrstu tregir til þess að taka við stráknum, en þeir venjast honum fljótt og þeim byrjar að semja vel. Garth byrjar svo að segja Walter frá villtri æsku hans og Hub sem er ævintýri líkust. Þegar mamma hans snýr svo aftur verður Walter að gera upp við sig hvers konar maður hann vill verða og taka stjórn á eigin lífi.

Þessi mynd kom mér mjög skemmtilega að óvart. Söguþráðurinn er frekar basic og eitthvað sem maður hefur oft séð áður en myndin er skemmtileg og ein af þeim sem manni líður vel af eftir að hafa horft á hana.

Frændurnir tveir Hub og Garth eru leiknir af Robert Duvall og Michael Caine. Þessi tveir sýna algjöran snilldar leik sem tveir jaxlar sem eru komnir af sínum bestu árum. Það erfðista sem þessi tveir upplifa í myndinni er hugmyndin um að verða gamlir og gagnslausir. Þetta hvetur á í stunda alls konar áhættu sama hluti, eins og að skjóta sölumenn sem dirfast að komast nálægt búgarðinum þeirra. Eða kaupa ljón til þess að veiða það og byrja slagsmál við hættuleg ungmenni. Þeim er alveg sama um heilsuna og ef það eitthvað sem þeir þola ekki eru það ágengir ættingjar. Sem er það sem þeir halda í fyrstu um Walter. Samkiptin á milli þeirra í fyrstu mjög stirð og frændurnar hafa ekki hugmynd um hvað þeir eigi að gera með krakka á heimilinu. Þeir vilja ekkert tala um árin áður en þeir settust að á fjölslyldubúgarðinum en þegar þeir að venjast hvor öðrum byrjar Garth að segja Walter frá ævintýrum hans og Hub.

Yngri ár Garths og Hub, sem Garth talar yfir, eru sýnd í skemmtilegum flashbacks. Þetta eru skemmtilega barnsleg brot þar sem þeir eru hetjur sem mæta all kyns illmenum og það er varla hægt að trúa neinu af þessu. Garth segir Walter líka frá Yasmin sem var eina sanna ástin hans Hubs.

Þrátt fyrir að bræðurnir séu báðir mjög ævintýragjarnir þá hafði Hub alltaf meiri þörf fyrir þau heldur en Garth. Garth var yngir bróðirnn sem var alltaf meira í því að fylgja eldri bróður sínum eftir. Það er líka augljóst að Garth er miklu opnari manneska-ja enn bróðir sinn þegar hann sest niður með Walter og segir honum sögurnar.

Það er gaman fylgjast með hvernig þeir breytast samt báðir með komu Walters. Þegar þeir finna meiri tilgang í lífinu og finna ekki lengur fyrir sama gagnleysi og áður.

Walter er leikinn af Haley Joel Osment sem flestir þekkja úr The Sith Sense. Hann verður líka fyrir miklum breytingum eftir að hann flyst til frænda sinna. Í byrjun myndarinn er hann óhamingjusamur krakki sem hefur kastað hingað og þangað af sjálfselskri móður sinni. Hann treystir engum, sérstaklega ekki móður sinni sem lýgur í sífellu að honum. Meira segja þegar hún segir að hann sé að fara til tveggja frænda sinna þá trúir hann henni ekki því hann hefur hitt fullt af “ættingjum”. Þegar kemur svo á búgarðinn er hann í fyrstu mjög óöruggur og mjög ósáttur með að hafa verið skilinn eftir þarna. En fljótt fara gömlu karlarnir þó hafa góð áhrif á hann og í fyrsta skipti á ævinni hefur hann fullorðið fólk í lífi sínu sem hann getur treyst. Breytingar sem við sjáum á honum í myndinni eru ótrúlega miklar. Með tímanum sjáum við hann í sífella brosa meira hvernig fer að breytast úr krakka í ungan mann.

Þó að það skyggi pínu á leik Osment að vera með svona stóra leikara á mótir sér er hann virkilega góður. Hann passa mjög vel í hlutverkið á ungum strák sem era ð breytast í fullorðinn mann. Stundum grætur eins og barn en á hinum stundunum sýnir hann rósem sem fullorðin maður myndi búa yfir.

Þessi mynd er allt í allt mjög skemmtun. Hún hljómar í fyrstu eins og algker klisja en hún er virkilega góð.

1 comment: